Proact var stofnað árið 1979 undir nafninu Árgerði. Í fyrstu starfaði fyrirtækið sem bílasala, en tilgangur og hlutverk félagsins breytist árið 1992 með kaupum á H. Helgason. Þá færðist rekstur fyrirtækisins yfir í innflutning á hársnyrtivörunum frá Matrix og JOICO. Árið 2002 tók fyrirtækið yfir dreifingu á hársnyrtivörumerkjunum Kérastase og Loréal Professionnel. Í gegnum tíð og tíma hafa enn fleiri vörumerki bæst við og má þar nefna fleiri hárvörulínur, skóumhirðuvörur.

Árið 2006 urðu breytingar á eignarhaldi þegar nýir eigendur leystu stofnendur af hólmi með kaupum á félaginu. Árið 2007 var svo ákveðið að breyta nafni Árgerðis í Proact og stíga skref til nýrra tíma með alþjóðlegra nafni. Hugmyndin er að tengja nafnið við það sem fyrirtækið stendur fyrir, Pro fyrir professional eða áherslu á faglega þekkingu og act fyrir activity eða frumkvæði og aðgerðir.