Proact

Um Proact


So far Proact has created 9 blog entries.

Série Expert fyrir vandamál í hársverði

Eftir |17.03.2015|Uncategorized|0 Ummæli

MATRIX MARS

Þá er komið að Matrix mars hjá okkur í Proact og erum við því með frábær tilboð á Total Result vörunum okkar frá Matrix. Total Result býður upp á sjampó og næringar ásamt mótunarefnum fyrir allar mögulegar hárgerðir:

Amplify ef leitast er eftir meiri fyllingu og lyftingu frá rótum.
Sleek ef leitast er eftir að temja þessi […]

Eftir |10.03.2015|Uncategorized|0 Ummæli

Olíu-blásturskrem frá Mythic

L’Oréal Professionnel kynnir nýtt blásturskrem sem bætist við hina unaðslegu Mythic olíulínu. Þetta nærandi krem ver hárið gegn hita, allt upp í 230°C þannig að það er bæði hægt að nota það fyrir blástur og önnur hitatæki eins og sléttujárn. Það inniheldur svarta kúmin olíu sem er þekkt fyrir mjög nærandi eiginleika.

Eftir |27.02.2015|Uncategorized|0 Ummæli

K-Pak Kuldameðferð

Vetrarkuldinn getur haft mjög slæm áhrif á hárið þitt, sérstaklega litað hár. Með þessum pakka er hægt að vernda hárið sitt og koma í veg fyrir skemmdir. Vörurnar innihalda allar quadrabond peptíð fjölliður sem m.a. hrinda frá sér utanaðkomandi raka, en hann eyðileggur hárlitinn fyrr. Þær gera hárið glansandi fallegt ásamt því að næra það […]

Eftir |20.02.2015|Uncategorized|0 Ummæli

Endurbætt Bain de Terre

Bain de Terre er náttúruvæn, paraben-frí hárvörulína sem inniheldur sérstakar formúlur til að verjast utanaðkomandi áreiti og gerir hárið heilbrigt og fallegt. Vörulínan býður m.a. upp á meðferðir fyrir hárið þar sem jurtablöndur og frískandi ilmur kryddjurta tvinnast saman. Sérstakt gæðaeftirlit fylgist með uppskeru jurtanna og eru vörurnar því mjög vistvænar.

Bain de Terre hefur verið […]

Eftir |20.02.2015|Uncategorized|0 Ummæli

Davines Natural Tech

Davines hefur sérhæft sig í góðum, endurnýtanlegum og jafnfram náttúrulegum vörum. Natural Tech hárvörulínan stuðlar að heilbrigðara og fallegra hári. Þetta eru alveg æðislegar vörur sem enginn má láta framhjá sér fara. Til eru eftirfarandi línur, allar með mismunandi virkni:

Purifying – flösusjampóið okkar fræga. Mjög gott fyrir þurran og erfiðan hársvörð. Gríðarlega vinsælt, sérstaklega fyrir […]

Eftir |13.01.2015|Uncategorized|0 Ummæli

Joico Tvennur

Við höfum fengið vinsælu tvennurnar frá Joico og þær rjúka út. Tvennan samanstendur af sjampói og næringu í 500 ml og fylgja pumpur með. Fást þessar tvennur á verði 300 ml, ráðfærðu þig við hársnyrtistofuna þína. Tvennurnar eru úr eftirfarandi línum:

Moisture Recovery
Body Luxe
Color Endure
K-Pak

Nældu þér í eina tvennu sem fyrst – takmarkað upplag.

 

Eftir |13.01.2015|Uncategorized|0 Ummæli

Kérastase Discipline

Kérastase hefur verið í 7 ár að þróa tækni til þess að herma eftir hreyfingu hársins og greina hegðun þess. Þessi tækni hefur hjálpað þeim í að framleiða hárvörulínuna Discipline sem róar úfið hár og slakar á litlu hárunum sem vilja svo oft standa út. Discipline kallar fram fegurðina í fullkominni hreyfingu.

Bain Fluidealiste sjampó
Bain Fluidealiste […]

Eftir |16.12.2014|Uncategorized|0 Ummæli

NÝTT! frá Biolage

Scalpsync Exfoliating Treatment frá Biolage er meðferð sem hentar öllum hárgerðum. Meðferðin er ætluð til að fjarlægja óþarfa fitumyndun í hársverðinum, hjálpar hún til við að losa stíflur úr hársekknum og örvar heilbrigða og nauðsynlega frumumyndun á yfirborði hársvarðar.

NOTKUN: Nuddið efninu í rakan hársvörðinn fyrir hárþvott, nuddið varlega í. Skolið vel úr og þvoið hárið í framhaldi.

Carbonizing […]

Eftir |16.12.2014|Uncategorized|0 Ummæli